Vortónleikar 2019

Vortónleikar Hljómfélagsins

Dómkirkjunni 27. maí 2019 kl. 20:00

Kórinn er að fara í ferðalag til Vínarborgar í september og eru tónleikarnir liður í fjáröflun kórsins fyrir ferðina. Ágóði af tónleikunum rennur beint í ferðasjóð kórsins og í kolefnisjöfnun ferðarinnar.

Efnisskrá

Hver á sér fegra föðurland

Lag: Emil Thoroddsen (1898-1944)
Ljóð: Hulda (1881-1946)

Land míns föður

Lag: Þórarinn Guðmundsson (1917-2012)
Ljóð: Jóhannes úr Kötlum (1899-1972)

Vísur Vatnsenda-Rósu

Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Jón Ásgeirsson (1928- )
Ljóð: Rósa Guðmundsdóttir (1795-1855)

Stóðum tvö í túni

Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Hjálmar H. Ragnarsson (1952- )

Sofðu unga ástin mín

Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Jón Ásgeirsson (1928- )
Ljóð: Jóhann Sigurjónsson (1880-1919)

Krummavísa

Þjóðvísa
Útsetning:
Jón Ásgeirsson (1928- )

Hrafnar

Skosk þjóðvísa
Lag:
Hreiðar Ingi Þorsteinsson (1978- )

Rauði riddarinn

Lag: Hreiðar Ingi Þorsteinsson (1978- )
Ljóð: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964)

Upphaf

Lag: Hreiðar Ingi Þorsteinsson (1978- )
Texti: Ingibjörg Haraldsdóttir (1942-2016)

Diliges Dominum

Lag: Sigurður Sævarsson (1963- )
Texti úr Matteusarguðspjalli

Eg vil lofa eina þá

Lag: Bára Grímsdóttir (1960- )
Gamalt helgikvæði

Heyr himna smiður

Lag: Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)
Ljóð: Kolbeinn Tumason (1173-1208)

Grafskrift

Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Hjálmar H. Ragnarsson (1952- )

Smávinir fagrir

Lag: Jón Nordal (1926- )
Ljóð: Jónas Hallgrímsson (1807-1845)

Veröld fláa

Íslenskt þjóðlag
Útsetning: Hafliði Hallgrímsson (1941- )
Ljóð: Rósa Guðmundsdóttir (1795-1855)

Stjórnendur:

Fjóla Kristín Nikulásdóttir

Sunna Karen Einarsdóttir

Um Hljómfélagið

Hljómfélagið er ungur og ferskur kór sem syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Hljómfélagið var stofnað á vormánuðum 2015, en hugmyndin kviknaði hjá nokkrum fyrrum skólafélögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Hljómfélagið hefur vaxið hratt og skipar nú tæplega fjörutíu manns á aldrinum 20-40 ára sem koma víða að. Kórinn hefur haldið vel sótta jólatónleika frá stofnun auk vortónleika og flutt m.a. Misa Criolla eftir Ramires með hljómsveit og einsöngvara. Hljómfélagið kom einnig fram á jólatónleikum Jethro Tull í Hallgrímskirkju og sem gestakór á stórtónleikum Karlakórsins Heimis í Eldborgarsal Hörpu. Árlegir jólatónleikar kórsins eru hans stærsti viðburður en með kórnum hafa komið fram hljóðfæraleikarar og einsöngvarar, nú síðast Ragnheiður Gröndal. Hljómfélagið er metnaðargjarn kór og hefur gaman af því að flytja ný íslensk verk en hrífst einnig af öllu litrófi kórtónlistarinnar.

Þennan vetur hefur stjórnandi kórsins, Fjóla Kristín, verið að hluta í barneignarleyfi og var kórinn svo heppinn að fá Sunnu Karen Einarsdóttur til að leysa hana af á meðan. Þær stjórna tónleikunum saman.

Meðlimir kórsins

Sópran

Auður Ástráðsdóttir
Birna Dröfn Jónasdóttir
Björk Ellertsdóttir
Bryndís Hreiðarsdóttir
Bryndís Ýr Pétursdóttir
Carmen Maja Valencia
Elísabet Ingadóttir
Elva Björk Þórhallsdóttir
Ester Eir Guðmundsdóttir
Hildur Harðardóttir
Lena Mjöll Markusdóttir
Lilja Guðrún Ingudóttir
María Guðnadóttir
Rut Þorsteinsdóttir
Sóley Eiríksdóttir
Steinunn Hauksdóttir
Sunna Sturludóttir
Victoria Heiður Barthélémy

Alt

Auður Magndís Auðardóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Edda Lind Styrmisdóttir
Helen Whitaker
Helga Steen Snorradóttir
Jóhanna Jóhannsdóttir
Kristel Finnbogadóttir
Magdalena Sigurðardóttir
María Guðmundsdóttir
María Lind Sigurðardóttir
Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir
Sara Katrín Stefánsdóttir
Sólveig Skaftadóttir
Unnur Elfa Hallsteinsdóttir
Unnur Tryggvadóttir Flóvenz
Þorbjörg Sandra Bakke
Þórey Huld Jónsdóttir

Tenór

Arnór Bogason
Baldur Guðmundsson Hraunfjörð
Fannar Ásgrímsson
Gunnlaugur Hreiðar Hauksson
Unnar Geir Unnarsson

Bassi

Andri Ómarsson
Brynjar Örnuson Guðnason
Daníel Kári Guðjónsson
Helgi Rafn Ingvarsson
Jónas Óskar Magnússon
Matthías Pétursson

Myndir frá fyrri tónleikum

Aðrir tónleikar

Jólatónleikar 2019