Jólatónleikar 2019

Jólatónleikar Hljómfélagsins

Háteigskirkju 14. desember 2019 kl. 20:00

Miðar seldir við innganginn: 3.000 kr.

Efnisskrá

A Ceremony of Carols

Benjamin Britten (1913-1976)

Slá þú hjartans hörpu strengi

Kórall úr Kantötu nr. 147
Lag: Johann Sebastian Bach (1685-1750)

Jól

Lag: Jórunn Viðar (1918-2017)
Ljóð: Stefán frá Hvítadal (1887-1933)

Nóttin var sú ágæt ein

Lag: Sigvaldi S. Kaldalóns
Texti: séra Einar SigurðssonÚtsetning: Jón Stefánsson

Carol of the Bells

Lag: Mykola Leontovych
Ljóð: Peter J. Wilhousky

Bernskujól

Sænskt jólalag

Útsetning: Jens Klimek
Texti: Birna Dröfn Jónasdóttir

What child is this?

Enskt jólalag

Texti: William Chatterton Dix (1837-1898)

Where are you Christmas?

Lag og texti: Will Jennings, James Horner og Mariah Carey

Christmastime

Lag: Billy Corgan, The Smashing Pumpkins
Útsetning: Fjóla K. Nikulásdóttir

The first noel

Enskt jólalag
Útsetning: Dan Forrest 

Stjórnandi

Fjóla Kristín Nikulásdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í óperusöng frá tónlistarháskólanum Konservatorium Wien Privatuniversität í Vínarborg árið 2014. Eftir það hélt hún heim til Íslands þar sem hún hefur starfað sem söngvari og kórstjóri síðan. Hún stofnaði Hljómfélagið á vormánuðum 2015 og hefur stjórnað því síðan. Einnig stjórnaði hún um tíma Skátakórnum og Kór Flensborgarskólans og hefur auk þess tekið að sér raddþjálfun hjá hinum og þessum kórum.

Fjóla er meðlimur í kammerkórnum Schola Cantorum og syngur með honum við ýmis tækifæri bæði hér á landi og erlendis. Kórinn hefur getið sér gott orð, unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem flytjandi ársins og m.a. komið fram með LA Fílharmóníunni og Björk. Fjóla hefur að auki komið víða fram sem einsöngvari, t.d. í titilhlutverki óperunnar Baldursbrá og sem Madame Silberklang í Der Schauspieldirektor eftir Mozart. Hún hefur um árabil verið meðlimur í kór Íslensku óperunnar og tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum á vegum hennar.

Fjóla er menntaður grunnskólakennari og starfar með söngnum sem leiklistarkennari í Langholtsskóla í Reykjavík.

Fjóla Kristín Nikulásdóttir

Helen Whitaker

Einleikari

Helen Whitaker er margverðlaunaður flautuleikari með fjölbreyttan feril. Hún er aukaleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og hefur nýlega spilað með Caput. Hún stundaði nám við Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance í London þar sem hún hlaut ýmis verðlaun og styrki. Nýlega hefur hún spilað með José González, Colin Currie Group og tekið upp með hinum þekkta upptökustjóra Butch Vig. Helen er framkvæmdastjóri og fyrsti flautuleikari ALDAorchestra sem hún stofnaði árið 2016 ásamt Helga Rafni Ingvarssyni, tónskáldi og stjórnanda. Nýlega túraði ALDAorchestra með Gerði Kristný rithöfundi milli Englands og Danmerkur og flutti verk hennar DRÁPA við nýja tónlist Helga Rafns Ingvarssonar.

www.helenwhitakerflute.com

Hörpuleikari

Katie Buckley hóf að læra á hörpu aðeins 8 ára gömul í heimaborg sinni, Atlanta, og hélt áfram námi í San Francisco hjá Ann Adams, fyrrum hörpuleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar í San Francisco. Hún lauk síðar Bachelor of Music, Master of Music og Performer’s Certificate gráðum við Eastman School of Music sem nemandi hjá Kathleen Bride.

Katie tók við stöðu leiðandi hörpuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2006. Hún er stofnfélagi Duo Harpverk, sem er hörpu og slagverks dúó ásamt slagverksleikaranum Frank Aarnink. Þau hafa gefið út plötuna The Greenhouse Sessions, auk þess sem þau koma reglulega fram á tónleikum á Íslandi og erlendis. Fyrir utan störf sín hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Duo Harpverk kemur Katie reglulega fram sem einleikari og á kammertónleikum víðs vegar á Íslandi og í Bandaríkjunum

Katie Buckley

Um Hljómfélagið

Hljómfélagið er ungur og ferskur kór sem syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Hljómfélagið var stofnað á vormánuðum 2015, en hugmyndin kviknaði hjá nokkrum fyrrum skólafélögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Hljómfélagið hefur vaxið hratt og skipar nú tæplega fjörutíu manns á aldrinum 20-40 ára sem koma víða að. Kórinn hefur haldið vel sótta jólatónleika frá stofnun auk vortónleika og flutt m.a. Misa Criolla eftir Ramires með hljómsveit og einsöngvara. Hljómfélagið kom einnig fram á jólatónleikum Jethro Tull í Hallgrímskirkju og sem gestakór á stórtónleikum Karlakórsins Heimis í Eldborgarsal Hörpu. Árlegir jólatónleikar kórsins eru hans stærsti viðburður en með kórnum hafa komið fram hljóðfæraleikarar og einsöngvarar, nú síðast Ragnheiður Gröndal. Hljómfélagið er metnaðargjarn kór og hefur gaman af því að flytja ný íslensk verk en hrífst einnig af öllu litrófi kórtónlistarinnar.

Meðlimir kórsins

Sópran

Anna Gyða Pétursdóttir
Bergljót Vala Sveinsdóttir
Birna Dröfn Jónasdóttir
Björk Ellertsdóttir
Bryndís Ýr Pétursdóttir
Carmen Maja Valencia
Deirdre Elizabeth Clark
Elva Björk Þórhallsdóttir
Ester Eir Guðmundsdóttir
Eva Reynisdóttir
Inga Sól Ingibjargardóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Katrín Ingibergsdóttir
Kolbrún Ásta Bjarnadóttir
Kristbjörg Guðrún Halldórsdóttir
Kristín Sördal
Kristrún Vala Kristinsdóttir
Lena Mjöll Markusdóttir
Lilja Guðrún Ingudóttir
Lilja Kristín Svavarsdóttir
Margrét Wendt
María Guðnadóttir
Oddrún Assa Jóhannsdóttir
Rut Þorsteinsdóttir
Sigrún Elva Ólafsdóttir
Snædís Baldursdóttir
Steinunn Hauksdóttir
Sunna Sturludóttir

Alt

Andrea Björk Rúnarsdóttir
Auður Magndís Auðardóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Edda Lind Styrmisdóttir
Elísabet Björnsdóttir
Guðrún Inga Guðmundsdóttir
Helen Whitaker
Helga Steen
Jóhanna Jóhannsdóttir
Lea Debora Pokorny
Magdalena Sigurðardóttir
María Guðmundsdóttir
María Lind Sigurðardóttir
Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir
Sara Katrín Stefánsdóttir
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
Signý Rut Kristjánsdóttir
Sigrún Tómasdóttir
Sólveig Skaftadóttir
Unnur Elfa Hallsteinsdóttir
Unnur Flóvenz
Þorbjörg Sandra Bakke

Tenór

Arnór Bogason
Baldur Guðmundsson Hraunfjörð
Fannar Ásgrímsson
Finnur Guðmundarson Olguson
Gunnlaugur Hreiðar Hauksson
Óttar Kjartansson
Unnar Geir Unnarsson

Bassi

Andri Ómarsson
Daníel Kári Guðjónsson
Doruk Beyter
Guðmundur Alfreðsson
Helgi Rafn Ingvarsson
Karl Már Lárusson
Magnús Green
Matthías Pétursson

Myndir frá fyrri tónleikum

Aðrir tónleikar

Vortónleikar 2019