Um Hljómfélagið

Hljómfélagið er ungur og ferskur kór sem syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Hljómfélagið var stofnað á vormánuðum 2015, en hugmyndin kviknaði hjá nokkrum fyrrum skólafélögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Hljómfélagið hefur vaxið hratt og skipar nú tæplega fjörutíu manns á aldrinum 20-40 ára sem koma víða að. Kórinn hefur haldið vel sótta jólatónleika frá stofnun auk vortónleika og flutt m.a. Misa Criolla eftir Ramires með hljómsveit og einsöngvara. Hljómfélagið kom einnig fram á jólatónleikum Jethro Tull í Hallgrímskirkju og sem gestakór á stórtónleikum Karlakórsins Heimis í Eldborgarsal Hörpu. Árlegir jólatónleikar kórsins eru hans stærsti viðburður en með kórnum hafa komið fram hljóðfæraleikarar og einsöngvarar, nú síðast Ragnheiður Gröndal. Hljómfélagið er metnaðargjarn kór og hefur gaman af því að flytja ný íslensk verk en hrífst einnig af öllu litrófi kórtónlistarinnar.

Stjórnandi:

Fjóla Kristín Nikulásdóttir

Meðlimir kórsins

Sópran

Aðalheiður Elín Lárusdóttir
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
Auður Örlygsdóttir
Birna Dröfn Jónasdóttir
Elva Björk Þórhallsdóttir
Esther Ósk Pálsdóttir
Inga Sól Ingibjargardóttir
Katrín Ingibergsdóttir
Lena Mjöll Markusdóttir

Alt

Heiðbjört Vigfúsdóttir
Magdalena Sigurðardóttir
María Guðmundsdóttir
Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir
Sara Katrín Stefánsdóttir
Snædís Baldursdóttir
Sólveig Skaftadóttir
Unnur Elfa Hallsteinsdóttir
Þorbjörg Sandra Bakke

Tenór

Arnór Bogason
Baldur Guðmundsson
Fannar Ásgrímsson
Óttar Kjartansson
Sindri Guðmundsson
Unnar Geir Unnarsson

Bassi

Adam Switala
Brynjar Örnu- og Guðnason
Jónas Óskar Magnússon
Matthías Pétursson